Introduction to mountaineering

Introduction to mountaineering and hard ice

Kynning á jökla og fjallamennsku.

North Ice ætlar að bjóða uppá dags kynningu á notkun fjalla og jöklabúnaðar. Kennslan verður haldin á Sólheimajökli, tvisvar í mánuði. Frábært fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref i fjallamennsku.

Farið verður yfir hluti eins og.

Mannbrodda, mismunandi gerðir og notkun þeirra.

Ísaxir hvaða axir henta þér hvernig á að nota þær/ -göngustafir staður og stund

Belti, hvenær þarf ég klifurbelti?

Munurinn á skriðjöklum og hájöklum. Hvenær er gengið í línu og af hverju?

Hvað er í bakpokanum? Hvað á að taka með og hvað á að skilja eftir heima eða í bílnum. Hvernig á að pakka í pokann.

Mikilvægi veður og snjóflóðaspáa

Einnig verður farið yfir fatnað og annan jöklabúnað, sem og öllum spurningum svarað sem ykkur hefur alltaf langað að vita.  Kennslan tekur ca 6klst og verður öll utandyra þannig að klæðið ykkur eftir veðri og takið með ykkur nesti. Mæting er á bílaplaninu við Sólheimajökul þar sem byrjað er á léttri kynningu og síðan gengið á jökul til að læra og njóta.

Fjöldi þátttakenda 10 með hverjum leiðbeinanda.

ATH  lágmarksþátttaka er 7manns.

Verð:  9990isk

Verð fyrir hópa 10 manns: 7990isk

Lengd: ca 6 tímar

Erfiðleikastig: 1/5

Aldurstakmark: 13 ára

Fjöldi: lágmark 7manns

Tímabil: 1 febuary to 30 september

Staðsetning:  bílastæðið við Sólheimajökul

Byrjun ferðar: 10:00