Sólheimajökull

North Ice ætlar að bjóða upp á dagskynningu á notkun fjalla- og jöklabúnaðar. Frábært fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref i fjallamennsku. Farið verður yfir hluti eins og..

Mannbrodda: Mismunandi gerðir og notkun þeirra.

Ísaxir: Hvaða axir henta þér hvernig á að nota þær/ -göngustafir staður og stund

Belti: Hvenær þarf ég klifurbelti?

Munurinn á skriðjöklum og hájöklum: Hvenær er gengið í línu og afhverju?

Hvað er í bakpokanum? Hvað á að taka með og hvað á að skilja eftir heima eða í bílnum. Hvernig á að pakka í pokann.

Mikilvægi veðurs- og snjóflóðaspáa

Einnig verður farið yfir fatnað og annan jöklabúnað, sem og öllum spurningum svarað sem ykkur hefur alltaf langað að vita. Kennslan tekur um 6 klst og verður öll utandyra. Því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri og taka með ykkur nesti. Mæting er á bílaplaninu við Sólheimajökul þar sem byrjað er á léttri kynningu og síðan er gengið á jökul. Þá lærum við að nota búnaðinn ásamt því að njóta þess að ganga á frægasta skriðjökulinum okkar.

Fjöldi þátttakenda  er 10 með hverjum leiðbeinanda. ATH  lágmarksþátttaka er 4manns. Kennslan verður haldin á Sólheimajökli, tvisvar í mánuði.

Verð á einstakling:  24900isk

Verð fyrir hópa 10 manns: 13990isk á mann (Best að panta saman eða hafa samband við okkur).

Lengd göngu: 6-7 klukkustundir

Erfiðleikastig: 1/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: lágmark 4manns

Tímabil: Desember til lok september.

Mætingarstaður:  Bílastæðið við Sólheimajökul.

Mætingartími: 10:00

Eftir að hafa bókað þessa ferð færðu afsláttarkóða sendan á emailið hjá þér sem veitir 15% af öllum toppaferðum hjá okkur.

 

Við útvegum þér:

  • Allan jöklabúnað
  • Mannbrodda
  • Ísexi
  • Línur
  • Karabínur
  • Klifurbelti
  • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

  • Hlý föt
    • Regnjakka
    • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
  • Gönguskó
  • Húfu & hanska
  • 20-30l bakpoka
  • Mat & drykk fyrir gönguna
  • Sólgleraugu

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi

Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.

Contact us if you have any questions: info@northiceexpeditions.is