DCIM100GOPROGOPR1241.JPG

Hvannadalshnúkur Fjallaskíði

2110metrar

Um ferðina

Hvannadalshnúkur er hæsti punkturinn á Íslandi, þú kemst ekki hærra á eigin fótum. Þetta er einnig einn fallegasti staður landsins og þaðan sést víðamikið útsýni.

Við hittumst fyrst daginn fyrir ferðina og kynnum búnaðinn, svörum þeim spurningum sem hópurinn hefur og ákvörðum mætingartíma og stað eftir veðurfari. Þetta er gott tækifæri til að renna yfir skíðabúnaðin og athuga hvort allt sé ekki í lagi.

Yfirleitt er farið af stað klukkan 6 um morguninn frá Sandfelli í Skaftafelli. Fyrst er farið upp Sandfell sem hækkar okkur úr 20m.y.s í 700 m.y.s.. Þá höfum við farið fram hjá læk þar sem hægt er að fylla á vatnsflöskur.

We will put on the ski at this elevation and skin up to 1100m. This place is called Skerið or (the reef) at this point we put on harnesses and rope up for the hills ahead. This is another good place to eat and drink something so it’s nice to stop and take in the nature and view the area.

Næst á dagskrá er löng snjóbrekka til að koma okkur úr 1100m.y.s. í 1800m.y.s.. Á góðum degi er þetta ótrúlegur staður til að vera á, með Rótafellshnjúk til hægri og Dyrhamar til vinstri. Þetta gefur líka hugmynd um brekkuna sem verður skíðuð niður.

Þegar komið er í 1800m.y.s. tekur við stór slétta. Þar er stoppað á sléttunni til að borða og drekka. Þetta er líka fullkomið tækifæri til þess að taka myndir og njóta Öræfajökuls í öllu sínu veldi. Eftir gott stopp er gengið eftir sléttunni í átt að hnúknum sjálfum. Þegar komið er undir hnúkinn er tekið annað gott stopp til að borða og setja á sig mannbrodda. Þá eru 200metra upphækkun eftir á toppinn.
Næst njótum við lengstu skíðabrekku landsinns.

 

Við mælum með að taka gönguna á þremur dögum

Dagur 1.Keyra í Skaftafell og gista
Dagur 2.Toppadagur 10-14klst
Dagur 3.Sofa vel og keyra svo heim. Við mælum ekki með því að keyra heim sama dag og toppað er vegna þreytu.

 

Lengd 10 - 14 klukkustundir

Erfiðleikastig: 4/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: min 3pax – max 6pax

Tímabil: Maí til júní

Bílfar: Ekki í boði

Mætingarstaður: Fyrst hittumst við daginn áður í Freysnesi í Skaftafelli og ákveðum þar stað og tíma

Mætingartími: 6:00

 

Við útvegum þér:

  • Allan jöklabúnað
  • Mannbrodda
  • Ísexi
  • Línur
  • Karabínur
  • Klifurbelti
  • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

  • Hlý föt
    • Regnjakka & buxur
    • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
  • Skíðaskó
  • Skin & brodda fyrir skíðin
  • Húfu og hanska
  • 20-30l bakpoka
  • Mat og drykk fyrir gönguna
  • Sólgleraugu
  • Göngustafi

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.