Hrútfjallstindaganga

1875metrar

Um ferðina

Hrútfjallstindar eru einir mögnuðustu tindar á landinu. Tindarnir eru fjórir og rísa frá 1756m.y.s. til 1875m.y.s. Ef þú ert að leita að krefjandi göngu, þá er þetta fyrir þig.

Hrútfjallstindar eru ekki hæstu tindar landsins, en þetta er ein fallegasta leið landsins og þeir gefa ölpunum ekkert eftir. Háir tindar rísa allt um kring og miklir skriðjöklar einkenna þessa mögnuðu leið. Hrútfjallstindar eru staðsettir á suðurhluta Vatnajökuls.

Gangan tekur um 12-16klst. og krefst því mikils úthalds.

Fyrir þá sem vilja enn kröfuharðari ferð bjóðum við einnig upp á klifur upp vesturhlið fjallsins.

Fyrir frekari upplýsingar sendið okkur vefpóst eða hringið í okkur.

Við mælum með að taka gönguna á þremur dögum

Dagur 1.Keyra í Skaftafell og gista
Dagur 2.Toppadagur 12-16klst
Dagur 3.Sofa vel og keyra svo heim. Við mælum ekki með því að keyra heim sama dag og toppað er vegna þreytu.

 

Lengd göngu: 12-16 klukkustundir

Erfiðleikastig: 4/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 6 manns

Tímabil: Maí til júní

Bílfar: Ekki í boði

Mætingarstaður: Fyrst hittumst við daginn áður í Freysnesi í Skaftafelli og ákveðum þar stað og tíma.

Mætingartími: 6:00

 

Við útvegum þér:

 • Allan jöklabúnað
 • Mannbrodda
 • Ísexi
 • Línur
 • Karabínur
 • Klifurbelti
 • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

 • Hlý föt
  • Regnjakka & buxur
  • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
 • Gönguskó
 • Húfu og hanska
 • 20-30l bakpoka
 • Mat og drykk fyrir gönguna
 • Sólgleraugu
 • Göngustafi (ekki nauðsynlegt)

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.

Fyrir nánari upplýsingar info@northiceexpeditions.is