Rótarfjallshnúkur Fjallaskíði

1848m

Um ferðina

Rótafjallshnúkur er magnaður fjallstoppur, sem staðsettur er á Öræfajökli.

Við viljum hitta ykkur degi fyrir toppadag, til að fara yfir næsta dag. Leiðsögumaðurinn ykkar fer yfir með ykkur hvernig jöklabúnaður virkar og kíkir yfir búnaðinn sem þið hafið með ykkur. Við munum líka ákveða klukkan hvað við byrjum um morguninn.

Við byrjum daginn snemma, og hittum ykkur við Sandfell sem er byrjuninn á göngunni. Þessi brekka tekur okkur ú 100metrum í 700metra, það besta við þessa brekku er það er lækur í 450metrum þannig þið þurfið ekki að bera allt vatnið með ykkur frá byrjun. Við mælum með að byrja gönguna með 500 - 1000ml af vatni og fylla svo á allar flöskur í 500metrum.

Næst er gengið upp að Skerinu sem er í 1100m.y.s. og markar hvar snjórinn hefst og hópurinn festir sig í línu. Hér er frábær staður til að borða nesti. Hægt er að fara á skíðinn í 700-900metra hæð. Sem léttir bakpokan verulega.

Næst á dagskrá er löng snjóbrekka til að koma okkur úr 1100m.y.s. í 1800m.y.s.. Á góðum degi er þetta ótrúlegur staður til að vera á, með Rótafellshnjúk til hægri og Dyrhamar til vinstri. Þetta gefur líka hugmynd um brekkuna sem verður skíðuð niður.

Þegar komið er í 1800m.y.s. tekur við stór slétta. Þar er stoppað á sléttunni til að borða og drekka. Þetta er líka fullkomið tækifæri til þess að taka myndir og njóta Öræfajökuls í öllu sínu veldi. Eftir gott stopp er gengið til hægri í átt að Rótarfjallshnúk. Þegar komið er undir hnúkinn er tekið annað gott stopp til að borða og setja á sig mannbrodda. Eftir stoppið er síðasta brekkan tækluð.
Eftir toppinn er bara ein leið og hún er niður! Þetta er það sem þið hafið beðið eftir 900-1400metra löng skíðabrekka með útsýni!

.

Við mælum með að taka gönguna á þremur dögum

Dagur 1.Keyra í Skaftafell og gista
Dagur 2.Toppadagur 7-10kls
Dagur 3.Sofa vel og keyra svo heim. Við mælum ekki með því að keyra heim sama dag og toppað er vegna þreytu.

 

Lengd göngu: 7 - 10kls

Erfiðleikastig: 4/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 6 manns

Tímabil: Maí til júní

Bílfar: Ekki í boði

Mætingarstaður: Freysnes or Hotel Skaftafell.

Mætingartími: 6:00

 

Við útvegum þér:

 • Allan jöklabúnað
 • Mannbrodda
 • Ísexi
 • Línur
 • Karabínur
 • Klifurbelti
 • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

 • Hlý föt
  • Regnjakka & buxur
  • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
 • ski boots
 • Húfu og hanska
 • 20-30l bakpoka
 • Mat og drykk fyrir gönguna
 • Sólgleraugu
 • Göngustafi
 • Skíði
 • Hjálm
 • Skinn undir skíðin
 • Brodda undir skíðin.

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.