Skessuhorn - ganga og klifur

963metrar

Um ferðina

Skessuhorn er eitt fallegasta og tignalegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur. Norð-vestur hryggurinn á Skessuhorni er frábært klifur fyrir þá sem vilja ekki fara sömu leið og allir hinir.

Fyrst hittumst við á bílastæðinu rétt við sveitabæinn Horn í Skorradal.
Fyrst er gengið í 3-4 klst. í gegnum fjölbreytta náttúru, mýrar, grjót og litla læki.

Þegar komið er undir fjallið borðum við nesti og förum yfir notkun klifurbúnaðar. Svo er klifrað á þetta skemmtilega og einstaka fjall.
Á toppnum er fallegt útsýni yfir Borgarfjörðinn og á góðum degi sést að Snæfellsjökli. Best að staðfesta þetta afrek með ljósmynd áður en lagt er af stað niður aftur.

Svo er gengið niður fjallið og alla leið að bílnum. Þar er gott að sjá stórbrotið fjallið í heild sinni og njóta þess sem þú hefur afrekað í dag.

 

Lengd göngu og klifurs: 8-11 klukkustundir

Erfiðleikastig: 4/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 4 manns.

Tímabil: Vor - sumar - haust

Bílfar: Ekki í boði

Mætingarstaður: Hjá N1 í Bogarnesi.

Mætingartími:  9:00

 

Við útvegum þér:

 • Klifurbúnaður
 • Hjálma
 • Línur
 • Klifurskó
 • Klifurbelti
 • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

 • Hlý föt
  • Regnjakka
  • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
 • Gönguskó
 • Húfu & hanska
 • 20-30l bakpoka
 • Mat & drykk fyrir gönguna
 • Sólgleraugu

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi

Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.

Loading...

Fyrir nánari upplýsingar info@northiceexpeditions.is