Um ferðina
Hraundrangi er hæsti tindur á Drangafjalli sem ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum á leið til Akureyrar, en fjallið stendur tignarlega vestan megin í Öxnadalnum, um 40 mínútum frá Akureyri.
Hraundrangi stendur í 1075m.y.s. og var fyrst klifinn árið 1956. Fyrir það var dranginn talinn óklifanlegur.
Klifrið tekur um 7-9 klst. og krefst góðs úthalds. Klifrið er 80 metrar svo þetta er ekki fyrir lofthrædda og er gert í 3 spönnum. Toppurinn er mjög lítill og kemst ekki nema einn á toppnum í einu.
Fyrir fólk að sunnan: Ferðin norður tekur 5 klst. svo við mælum með að þið gistið nóttina fyrir og eftir klifrið fyrir norðan, hvort sem á Akureyri eða nágrenni.
Endilega hringdu eða sendu okkur vefpóst fyrir frekari upplýsingar.
Lengd göngu og klifurs: 7-9 klukkustundir
Erfiðleikastig: 5/5
Lágmarksaldur: 16 ára
Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 4 manns.
Tímabil: Allan ársins hring
Bílfar: Akureyri, leiðsögumaður hefur samband með frekari upplýsingar.
Mætingartími: 8:00
Við útvegum þér:
- Klifurbúnaður
- Hjálma
- Línur
- Klifurskó
- Klifurbelti
- Leiðsögumann
Þú þarft að taka með:
- Hlý föt
- Regnjakka
- Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
- Gönguskó
- Húfu & hanska
- 20-30l bakpoka
- Mat & drykk fyrir gönguna
- Sólgleraugu
Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.
Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.