DCIM100GOPROGOPR1171.JPG

Snæfellsjökull

1446metrar

Um ferðina
Snæfellsjökull er einn vinsælasti jökull landsins en hann rís 1446m.y.s.. Tilvalinn fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í fjallamennsku.

 

Við bílana er útdeilt jöklabúnaði og farið yfir dagsplanið. Gangan að jöklinum tekur um klukkustund en í heild sinni tekur hún 5 – 8 klst.
Þegar komið er að fjallsrótum setjum við á okkur brodda og förum í línu. Þar er gengið upp á jökulinn og borðað nestið sitt. Svo göngum við aftur niður að bílunum.

Snæfellsjökull er 700.000 ára gömul eldkeila með jökul á toppnum. Víða er hægt að sjá til hans á ferðalögum á vesturlandi og á góðum dögum sést hann frá höfuðborgarsvæðinu.

Lengd göngu: 6-8 klukkustundir

Erfiðleikastig: 3/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 7 manns

Tímabil: may – june

Bílfar: Ekki í boði

Mætingarstaður: Best er að hittast hjá Arnarstapi Center eða við jökulrætur á Snæfellsvegi F570, sjá nánar á korti neðst á síðu.

Mætingartími: 10:00

 

Við útvegum þér:

  • Allan jöklabúnað
  • Mannbrodda
  • Ísexi
  • Línur
  • Karabínur
  • Klifurbelti
  • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

  • Hlý föt
    • Regnjakka & buxur
    • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
  • Gönguskó
  • Húfu og hanska
  • Mat og drykk fyrir gönguna
  • Sólgleraugu
  • Göngustafi (ekki nauðsynlegt)

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.

Loading...

Fyrir nánari upplýsingar info@northiceexpeditions.is